Breyta höfuðstól / eindaga

 • Til að breyta eindaga á kröfu
  • þá ferðu inn á kröfuna og smellir á ‚Breyta‘ í listanum yfir aðgerðir hægra megin. Þá færðu upp glugga sem gerir þér kleift að breyta eindaga, höfuðstól og innheimtustillingum kröfu.
  • Ef krafa er komin fram yfir eindaga og eindaga kröfu er breytt þannig að eindagi er ekki liðin þá detta út dráttarvextir kröfu næsta morgun.
  • Einnig er hægt að afvirkja (og virkja tilbaka) dráttarvaxtareikning á kröfu með því að smella á aðgerðina ‚Afvirkja dráttarvexti‘. Breytingin kemur inn næsta morgun.

 • Til að breyta höfuðstól kröfu
  • Gert á sama stað, undir aðgerðinni ‚Breyta‘
  • Ef ástæða höfuðstólsbreytingarinnar er að greiðandi greiddi inn á kröfu beint til kröfuhafa þá er einnig hægt að Bæta við greiðslu eða senda skilaboð á þjónustuver Inkasso með beiðni þess efnis. Þá kemur greiðslan fram í greiðslugögnum og þarf þá ekki að handbóka. Sjá einnig Ég móttók greiðslu framhjá kröfu, hvað þarf að gera?Breyta höfuðstól

 • Aðeins er hægt að breyta höfuðstól ef bankakrafa að baki kröfunnar er virk og ólæst, krafan er án hlutagreiðslna, er ekki í eigu annars aðila (t.d. Faktoría) og krafan er ekki afborgun af skuldabréfi.
 • Notendur með skuldabréfaaðgang geta gert breytingar á kröfu sem er afborgun af skuldabréfi
 • Hafið samband við þjónustuver ef þessar takmarkanir hamla breytingu á kröfunni.