Heim
Inkasso STRAX kúnnar fá upp síðuna Reikningar
Upphafssíða innheimtukerfisins birtir kröfuhöfum yfirlit yfir stöðu krafna.
Staða
Ef smellt er á stöðu opnar kerfið lista yfir kröfur sem eru í þessari tilteknu stöðu.
Lína | Skýring |
---|---|
Í virkri innheimtu | Kröfur sem eru virkar í innheimtukerfi Inkasso |
Fruminnheimta | Kröfur eru með þessa stöðu áður en innheimtuferlið hefst |
Innheimta | Milliinnheimtuferli tekur við gjaldföllnum kröfum þar sem send eru bréf ásamt því að hringt er í greiðanda, ef þörf krefur. Ferlið byrjar á innheimtuviðvörun. |
Löginnheimta | Löginnheimtuferli tekur við ógreiddum kröfum úr milliinnheimtuferli en í því eru send löginnheimtubréf á greiðanda. |
Í dómstólaferli | Á við um kröfur þar sem kröfuhafi hefur farið fram á að sértækum löginnheimtuaðgerðum verði beitt á grundvelli réttarfarslaga. Með sértækum löginnheimtuaðgerðum er t.d. átt við að stefna greiðanda fyrir dómstól, senda greiðsluáskorun, lýsa kröfum, útbúa fjárnámsbeiðni og fara fram á nauðungarsölu. |
Kröfuvakt | Kröfuvakt hefur að geyma gjaldfallnar kröfur þar sem innheimtuaðgerðir hafa ekki borið árangur. |
Greitt | Kröfur sem hafa verið greiddar að fullu eftir að þær komu inn í innheimtukerfið |
Niðurfellt | Kröfur sem hafa verið felldar niður í innheimtukerfinu |
Skilað | Kröfur sem hefur verið skilað aftur í bankann. |
Fjöldi
Sýnir heildarfjölda krafna í viðkomandi stöðu, miðað við dagsetningu sem tekin er fram ofan við töfluna:
Höfuðstóll
Samtala höfuðstóla krafna í viðkomandi stöðum, þar með taldar þær kröfur sem eru í greiðslusamkomulagi.
Hér er höfuðstóll sá sami og hann var þegar krafa kom upphaflega inn í kerfið, innborganir hafa ekki verið dregnar frá.
Í greiðslusamkomulagi
Sýnir samtölu höfuðstóla þeirra krafna sem eru í virku greiðslusamkomulagi (upprunalegur höfuðstóll, innborganir hafa ekki verið dregnar frá).
Hlutfall dálkurinn sýnir hversu hátt hlutfall krafna er í virku greiðslusamkomulagi: Höfuðstólar krafna í greiðslusamkomulagi / höfuðstólar allra virkra krafna.
Kostnaður kröfuhafa
Samtala dráttarvaxta og annarra gjalda sem greiðast til kröfuhafa, t.d. seðilgjald, vanskilagjald, upplýsinga- eða tilkynningargjald og annar kostnaður.
Samtalan sýnir ekki raunstöðu þar sem hluti gjaldanna eru birt í upprunalegri stöðu en gætu þegar hafa verið greidd.
Innborgun
Sýnir hversu mikið hefur verið greitt inn á kröfur í viðkomandi stöðu.
Staða kröfuhafa
Samtala eftirstöðva höfuðstóls, dráttarvaxta og þeirra gjalda sem greiðast til kröfuhafa.
Þegar dráttarvextir, upplýsinga- og vanskilagjöld eru greidd, fjarlægja bankarnir gjöldin af kröfunum. Upphæðin sem var greidd er dregin frá með innborgunum og því getur samtalan verið neikvæð.