Endurteknar kröfur
Tilgangur
Innheimtukerfið býður upp á að stofna kröfur með reglulegum hætti. Helsti tilgangur þessarar virkni er að gera kröfuhöfum kleyft að koma í sjálfvirkt ferli að stofna röð af kröfum. Til viðbótar er hægt að vísitölutengja upphæðina þannig að í hvert skipti sem krafa er stofnuð þá er ný upphæð reiknuð m.t.t. breytinga frá grunnvísitölu viðkomandi vísitölu.
Stofnun þjónustu
Til þess að fá aðgang að endurteknum kröfum þarf kröfuhafi að óska sérstaklega eftir þjónustunni og innheimtuaðili bætir henni þá við stillingar kröfuhafa.
Aðgerðir
Aðgerð | Lýsing |
---|---|
Vista | Vistar nýja endurtekna kröfur eða uppfærir núverandi endurtekna kröfu |
Hætta við | Fellir endurtekna kröfu niður. Engar nýjar endurteknar kröfur verða til. |
Kostnaður
Innheimtuaðili tekur gjald fyrir uppsetningu á endurtekinni kröfu samkvæmt gjaldskrá nema um annað hafi verið samið.
Ef kröfuhafi sér sjálfur um að stofna endurteknar kröfur er þjónustan án kostnaðar.