Kröfur (Claims)
Með því að velja Kröfur þá kemur upp listi yfir allar kröfur sem hafa komið inn í Inkasso kerfið.
- Með því að smella á ákveðinn dálk, síast listinn eftir þeim dálki.
- Hægt er að leita og sía með því að skrifa leitarorð í gluggan fyrir ofan hvern dálk.
- Í dálknum "Staða" er hægt að sía út lista yfir allar virkar kröfur með því að velja "Virk".
- Í dálknum "Innheimtustaða" er hægt að flokka kröfur eftir því hvar þær eru staðsettar í innheimtuferlinu: frum-, milli- eða löginnheimta, í dómstólaferli eða í kröfuvakt.
- Hægt er að taka út lista í excel með því að ýta á excel táknið neðst í listanum. Athugið að excel listinn kemur með síu ef hún hefur verið sett inn t.d. ef sett er ákveðið nafn þá inniheldur excel listinn allar kröfur á þann greiðanda.
- Með því smella á línu í listanum þá er farið yfir á síðu, Krafa, sem hefur að geyma upplýsingar sem snúa að viðkomandi kröfu.
Á kröfusíðunni (Claims) er hægt að setja frest eða breyta um innheimtuaðferð á mörgum kröfum í einu:
Frestunar dagsetning
Með því að smella á Frestunar dagsetning getur notandi sett frest á margar kröfur í einu.
Samningsgjald
Þegar dagsetning hefur verið valin birtist gluggi fyrir samningsgjaldi. Hámarks upphæð samningsgjalds fer eftir gjaldskrá Inkasso.
Aðgerðin er staðfest með því að smella á "Vista".
Sleppa / Lækka samningsgjald
Hægt er að sleppa samningsgjaldi með því að skrifa 0 inn í reitinn eða lækka gjaldið með því skrifa aðra upphæð inn í reitinn.
Aðgerðin er staðfest með því að smella á "Vista".
Krafa með greiðslufresti
Taka út frest
Til þess að taka út frestunardagsetningu er hakað framan við þær kröfur sem á að breyta.
- Smellt á "Hreinsa" þannig að dagsetningarglugginn sé tómur.
- Staðfesta með því að smella á "Vista"
Breyta um innheimtuaðferð