Krafa (editClaim)
Kröfuspjald hefur að geyma upplýsingar og aðgerðir sem snúa að einni tiltekinni kröfu.
Kröfuspjaldinu er skipt í fjögur svæði og í neðri hluta þess er að finna flipa með ýmsum tengdum upplýsingum.
Greiðandi
Svæði | Útskýring |
---|---|
Kennitala | Kennitala greiðanda (er tengill yfir á greiðandaspjal viðskomandi) |
Nafn | Nafn greiðanda (er tengill yfir á greiðandaspjald viðkomandi) |
Heimilisfang | Heimilisfang greiðanda (þangað sem bréf eru send) |
Póstfang | Póstfang greiðanda |
Land | Land greiðanda |
Sími | Sími greiðanda |
Staða kröfu
Svæði | Útskýring |
---|---|
Höfuðstóll | Fjárhæð upphaflegrar kröfu, með VSK |
Dráttarvextir | Reiknaðir dráttarvextir á höfuðstól |
Kostnaður til kröfuhafa | Gjald sem KH hefur sett á kröfu. Tilheyrir ekki innheimtuaðila. |
Innborganir | Samtala innborgana greiðanda inn á kröfuna sem tilheyra kröfuhafa. |
Staða kröfuhafa | Fjárhæð útistandandi skuldar sem tilheyrir kröfuhafa |
Innheimtukostnaður | Samtala allra innheimtugjalda (fyrir utan gjalda vegna lögfræðiinnheimtu). Rennur til innheimtuaðila. |
Greiddur innheimtukostnaður | Fjárhæð greidds innheimtukostnaðar |
Staða greiðanda | Heildar eftirstöðvar kröfu |
Óstaðfest | Gjöld sem Inkasso hefur bætt á kröfuna og bíða staðfestingar frá viðskiptabanka. |
Aðgerðir
Svæði | Útskýring |
---|---|
Breyta | Býður upp á að breyta eindaga, höfuðstól eða innheimtustillingu kröfunnar.
|
Fresta kröfu | Frestar innheimtuaðgerðum fram yfir valda dagsetningu Dráttarvextir reiknast eins og venjulega |
Breyta vanskilaskrá | Á aðeins við ef kröfuhafi er með samning um skráningu á vanskilaskrá |
Stöðva / Hefja innheimtu | "Stöðva innheimtu" frestar innheimtuaðgerðum ótímabundið. Þegar þessi aðgerð hefur verið valin breytist línan í "Hefja innheimtu". Með þeirri aðgerð er hægt að hefja aftur innheimtu þar sem frá var horfið |
Fella niður | Fellir niður innheimtu og bankakröfu |
Kröfuvakt | Færir kröfu í kröfuvakt |
Bæta við greiðslusamkomulagi | Stofnar greiðsludreifingu. Sjá nánar í grein um Greiðslusamkomulög |
Bæta við athugasemd | Bætir við athugasemd á kröfuspjaldið. Ath. að starfsmenn Inkasso fá ekki tilkynningu við þessa aðgerð. |
Stefna | Opnar glugga þar sem hægt er að óska eftir að starfsfólk löginnheimtu stefni greiðanda og innheimti þar með kröfuna með atbeina dómstóla. |
Afvirkja dráttarvexti | Fjarlægir dráttarvexti af kröfu. Getur tekið allt að 30 mín fyrir kröfuna að uppfærast. |
Bæta við greiðslu | Bætir hlutagreiðslu eða fullnaðargreiðslu sem barst inn á reikning kröfuhafa við kröfuna. Sjá skýringarmynd. |
Ýmsir flipar
Svæði | Útskýring |
---|---|
Greiðslur | Sýnir hlutagreiðslu eða fullnaðargreiðslu í gegnum bankakröfu, greiðslu inn á reikning innheimtuaðila eða greiðslu sem kröfuhafi hefur bætt við. |
Greiðslusamkomulög | Greiðslusamkomulög sem hafa verið gerð við greiðanda og innihalda þessa tilteknu kröfu. |
Viðbætt gjöld | Yfirlit yfir þau gjöld sem hefur verið bætt við höfuðstól (annar kostnaður og innheimtukostnaður). |
Banka kröfur | Upplýsingar um bankakröfu. |
Kröfusaga | Breytingasaga viðkomandi kröfu. |
Athugasemdir | Athugasemdir sem hefur verið bætt við kröfuspjaldið. |
Viðhengi | Afrit af reikningi (ef kröfuhafi er í fruminnheimtu) og innheimtubréfum. |