Krafa (editClaim)

Kröfuspjald hefur að geyma upplýsingar og aðgerðir sem snúa að einni tiltekinni kröfu.

Kröfuspjaldinu er skipt í fjögur svæði og í neðri hluta þess er að finna flipa með ýmsum tengdum upplýsingum. 

Krafa

SvæðiÚtskýring

No.

Númer kröfunnar, byrjar á C

Tilvísun

Tilvísun t.d. í reikninganúmer í bókhaldskerfi kröfuhafa
TextiUpplýsingar sem eru aðeins notaðar innan Inkasso. Kemur EKKI fram á prentaða reikningnum
Texti2

Kemur fram á prentaða reikningnum þar sem það á við

Síðasta aðgerðSíðasta útsending bréfs, símtal, stofnun greiðsluplans eða greiðsla
StofnaðStofndagsetning kröfu

Dags. reikninings

Útgáfudagsetning reiknings
GjalddagiGjalddagi kröfu
EindagiEindagi kröfu
KröfuvaktardagurSá dagur sem krafa var færð í kröfuvakt
FyrningardagurSá dagur sem krafan mun fyrnast skv. fyrningarlögum
Staða

Staða kröfu í innheimtukerfi Inkasso. Staða getur verið ein af eftirfarandi:

  • Fruminnheimta
  • Innheimta
  • Löginnheimta
  • Í dómstólaferli
  • Kröfuvakt
  • Niðurfellt (ef niðurfellt þá kemur lína með ástæðu niðurfellingar)
Staða stofnunar

Segir til á hvaða stigi stofnun kröfunnar er:

  1. Á bið eftir því að senda til banka - beiðni ekki verið send til banka
  2. Á bið eftir staðfestingu - beiðni verið send til banka en beðið staðfestingar
  3. Á bið eftir því að prenta - stofnun kröfu staðfest frá banka en beðið prentunar
  4. Prentað - Reikningur hefur verið prentaður
  5. Ekki prentað - Reikningur verður ekki prentaður (t.d. ef krafa er felld niður áður en reikningur er prentaður)

-----

  1. WaitingToBeSendToBank - bankclaim creation not yet requested in the bank
  2. WaitingForConfirmation - bankclaim creation request sent to the bank and awaiting confirmation 
  3. WaitingToBePrinted - bankclaim creation confirmed by the bank and awaiting printing
  4. Printed - bill printed
  5. ###
  6. NotPrinted - bill won't be printed (in case of claim being cancelled before it could have been printed, etc. )
SamtímauppgjörHvort samtímauppgjör sé virkt eða óvirkt

Innheimtustillingar

Heiti innheimtustillingar sem viðkomandi krafa fellur undir

Frestunardagsetning

Ef veittur hefur verið frestur á kröfuna þá kemur fram lokadagur frestsins.
Frestur á vanskilaskráHvort krafa sé á fresti fyrir skráningu á vanskilaskrá

 

Kröfuspjald - Krafa

Greiðandi

SvæðiÚtskýring
KennitalaKennitala greiðanda (er tengill yfir á greiðandaspjal viðskomandi)
NafnNafn greiðanda (er tengill yfir á greiðandaspjald viðkomandi)
HeimilisfangHeimilisfang greiðanda (þangað sem bréf eru send)
PóstfangPóstfang greiðanda
LandLand greiðanda
SímiSími greiðanda

 

Staða kröfu

SvæðiÚtskýring
HöfuðstóllFjárhæð upphaflegrar kröfu, með VSK
DráttarvextirReiknaðir dráttarvextir á höfuðstól
Kostnaður til kröfuhafaGjald sem KH hefur sett á kröfu. Tilheyrir ekki innheimtuaðila.
Innborganir

Samtala innborgana greiðanda inn á kröfuna sem tilheyra kröfuhafa.

Staða kröfuhafaFjárhæð útistandandi skuldar sem tilheyrir kröfuhafa
Innheimtukostnaður

Samtala allra innheimtugjalda (fyrir utan gjalda vegna lögfræðiinnheimtu).

Rennur til innheimtuaðila.

Greiddur innheimtukostnaðurFjárhæð greidds innheimtukostnaðar
Staða greiðandaHeildar eftirstöðvar kröfu
ÓstaðfestGjöld sem Inkasso hefur bætt á kröfuna og bíða staðfestingar frá viðskiptabanka.

 

Kröfuspjald - Staða kröfu

Aðgerðir

SvæðiÚtskýring
Breyta

Býður upp á að breyta eindaga, höfuðstól eða innheimtustillingu kröfunnar.

  • Aðeins er hægt að breyta höfuðstól ef bankakrafa að baki kröfunnar er virk og ólæst, krafan er án hlutagreiðslna, er ekki í eigu annars aðila (t.d. Faktoría) og krafan er ekki afborgun af skuldabréfi.
  • Notendur með skuldabréfaaðgang geta gert breytingar á kröfu sem er afborgun af skuldabréfi.
Fresta kröfuFrestar innheimtuaðgerðum fram yfir valda dagsetningu
Dráttarvextir reiknast eins og venjulega
Breyta vanskilaskrá

Á aðeins við ef kröfuhafi er með samning um skráningu á vanskilaskrá
Hægt að velja að skrá ekki á vanskilaskrá alfarið / tímabundið

Stöðva / Hefja innheimtu

"Stöðva innheimtu" frestar innheimtuaðgerðum ótímabundið. Þegar þessi aðgerð hefur verið valin breytist línan í "Hefja innheimtu". Með þeirri aðgerð er hægt að hefja aftur innheimtu þar sem frá var horfið
Fella niðurFellir niður innheimtu og bankakröfu
KröfuvaktFærir kröfu í kröfuvakt
Bæta við greiðslusamkomulagiStofnar greiðsludreifingu. Sjá nánar í grein um Greiðslusamkomulög
Bæta við athugasemdBætir við athugasemd á kröfuspjaldið. Ath. að starfsmenn Inkasso fá ekki tilkynningu við þessa aðgerð.
StefnaOpnar glugga þar sem hægt er að óska eftir að starfsfólk löginnheimtu stefni greiðanda og innheimti þar með kröfuna með atbeina dómstóla.
Afvirkja dráttarvextiFjarlægir dráttarvexti af kröfu. Getur tekið allt að 30 mín fyrir kröfuna að uppfærast.
Bæta við greiðslu

Bætir hlutagreiðslu eða fullnaðargreiðslu sem barst inn á reikning kröfuhafa við kröfuna. Sjá skýringarmynd.

 

 

 

Ýmsir flipar

Svæði

Útskýring

GreiðslurSýnir hlutagreiðslu eða fullnaðargreiðslu í gegnum bankakröfu, greiðslu inn á reikning innheimtuaðila eða greiðslu sem kröfuhafi hefur bætt við.
GreiðslusamkomulögGreiðslusamkomulög sem hafa verið gerð við greiðanda og innihalda þessa tilteknu kröfu.
Viðbætt gjöldYfirlit yfir þau gjöld sem hefur verið bætt við höfuðstól (annar kostnaður og innheimtukostnaður).
Banka kröfurUpplýsingar um bankakröfu.
KröfusagaBreytingasaga viðkomandi kröfu.
AthugasemdirAthugasemdir sem hefur verið bætt við kröfuspjaldið.
ViðhengiAfrit af reikningi (ef kröfuhafi er í fruminnheimtu) og innheimtubréfum.