Greiðslusamkomulög
Leiðbeiningar um virkni og gerð greiðslusamkomulaga í Innheimtukerfi Inkasso
1. Um greiðslusamkomulög
- Greiðslusamkomulag er skipting greiðslna yfir tiltekið tímabil.
- Inkasso hefur heimild til þess að gera greiðslusamkomulag við greiðanda fyrir hönd kröfuhafa í allt að 6 mánuði í frum-, milli- og löginnheimtu (nema annað komi fram í samningi). Rýmri heimild er vegna kröfuvaktar.
- Gjald skv. gjaldskrá bætist við kröfufjárhæðina þegar greiðslusamkomulag er sett upp.
- Ennfremur bætist seðilgjald við hverja greiðslu. Hægt er að velja um að senda reikning (greiðsluseðil) ásamt því að stofnuð er bankakrafa.
- Dagsetning fyrstu greiðslu er útgangspunktur varðandi næstu greiðslur þ.e. sama dag en 1 mánuði síðar, 2 mánuðum síðar osvfrv.
- Greiðslusamkomulög taka ekki til nýrra krafna sem eiga eftir að berast greiðanda.
2. Greiðslusamkomulög sett upp
2.a Staðsetning skipunarinnar
- Hægt er að setja upp greiðslusamkomulag frá kröfuspjaldinu eða frá greiðandaspjaldinu
- Valin skipunin Bæta við greiðslusamkomulagi
2.b Listi af kröfum
- Hakað er í þær kröfur sem eiga að fara í greiðslusamkomulag.
- Því næst er smellt á Vista.
Uppsetning greiðslusamkomulags
Svæði | Skýring |
---|---|
Dagsetning hverrar greiðslu | Greiðsla tvö er einum mánuði eftir fyrstu greiðslu, greiðsla 3 er einum mánuði eftir aðra greiðslu o.s.frv. Hér er hægt að breyta og aðlaga eftir þörf. |
Kostnaður | Bætist við hverja greiðslu. Alltaf vegna stofnun kröfu, einnig ef hakað er við Prenta reikning þá bætist við kostnaður vegna prentunar og póstburðar. |
Upphæð greiðslusamkomulags | Heildarupphæð að viðbættu samningsgjaldi og vsk en frádregnum afslætti ef við á. Inniheldur ekki kostnað við stofnun kröfu eða prentun og póstburð. |
Leiðréttingarupphæð | Þetta gildi á að vera núll þegar greiðslusamkomulagið er vistað. Ef átt er við greiðslufjárhæðir þá sést hve mikið vantar upp á greiðslusamkomulagið eða er umfram. |
Ýtt er á Vista og þá vistast greiðslusamkomulagið og stofnast í Innheimtukerfinu
3. Greiðslusamkomulög kröfuhafa
Á aðalvalmynd er skipunin Greiðslusamkomulög en undir henni má sjá öll greiðslusamkomulög sem gerð hafa verið á viðkomandi kröfuhafa.
Hægt er að fara inn í greiðslusamkomulög og hætta við þau, breyta þeim eða setja inn athugasemdir.
Starfsfólk Inkasso fær ekki tilkynningu þegar athugasemd er bætt við.
4. Praktísk atriði
- Bankakrafa vegna greiðslu í greiðslusamkomulagi stofnast í nafni innheimtuaðila 10 dögum fyrir gjalddaga (greiðsludagsetningu).
- Þegar bankakrafa hefur verið stofnuð fyrir afborgun þá er ekki hægt að breyta upphæð viðkomandi afborgunar. Sé þess þörf þarf að fella samkomulagið niður og setja upp nýtt.
- Ef ekki er staðið við uppsett greiðslusamkomulag (greiðsla berst ekki) þá fellur það niður 5 dögum eftir gjalddaga.
- Ef krafa er í virku greiðslusamkomulagi þá fær krafan ákveðna merkingu og niðurfellingarskipunin og fleiri aðgerðir verða dauflitaðar, sjá hér.