Greiðandi (editClient)
Greiðandaspjald hefur að geyma upplýsingar og aðgerðir sem snúa að tilteknum greiðanda.
Greiðandaspjaldinu er skipt upp í sex svæði og í neðri hluta þess er að finna flipa með ýmsum tengdum upplýsingum.
Greiðandi
Upplýsingar um greiðanda eins og þær koma fram í þjóðskrá.
Neðsta línan sýnir hvort Inkasso sé að vakta viðkomandi hjá CreditInfo.
Upplýsingar frá kröfuhafa
Heimilisfang og upplýsingar sem kröfuhafi eða innheimtuaðili hefur slegið inn. Reikningur er sendur á þetta heimilisfang.
Tölfræði
Svæði | Útskýring |
---|---|
Eftirstöðvar höfuðstóls | Samtala höfuðstóls allra ógreiddra krafna á viðkomandi greiðanda. |
Eftirstöðvar kostnaðar | Sýnir eftirstöðvar kostnaðar vegna kröfustofnunar og prentunar ef innheimtuaðili stofnar kröfur fyrir kröfuhafa (annar kostnaður). |
Eftirstöðvar vanskilakostnaðar | Sýnir eftirstöðvar innheimtukostnaðar vegna milli- og löginnheimtu. |
Eftirstöðvar samtals | Heildareftirstöðvar af öllum ógreiddum kröfum. |
Meðal vinnsludagar | Meðaltal þess tíma sem það tekur að ljúka máli hjá Inkasso fyrir viðkomandi greiðanda. Innan sviga er meðaltal allra greiðanda hjá viðkomandi kröfuhafa. |
Árangurshlutfall | Hlutfall þeirra krafna sem eru greiddar hjá viðkomandi greiðanda. Innan sviga er meðaltal allra greiðenda hjá viðkomandi kröfuhafa |
Stillingar
Svæði | Útskýring |
---|---|
Ekki skrá á vanskilaskrá (alfarið / tímabundið) | Sýnir stillingu vegna vanskilaskrár ef kröfuhafi hefur gert breytingu á skráningu. |
Innheimtu stillingar | Innheimtustilling fyrir viðkomandi greiðanda. |
Greiðsluskilmálar | Sjálfgefinn dagafjöldi milli gjalddaga og eindaga þegar ný krafa er stofnuð. |
Athugasemd á [kennitala]
Athugasemdir frá innheimtuaðila á viðkomandi greiðanda birtast hér. Sjá grein um athugasemdir.
Allar athugasemdir
Öllum athugasemdum sem tengjast viðkomandi greiðanda er safnað saman hér, s.s. athugasemdir á greiðanda, athugasemdir á kröfur greiðanda og athugasemdir tengdar þjónustu kröfuhafa.
Aðgerðir
Svæði | Útskýring |
---|---|
Breyta | Býður upp á að breyta heimilisfangi greiðanda, innheimtustillingu (ef kröfuhafi er með samning um fleiri en eina) og greiðsluskilmálum. |
Breyta vanskilaskrá | Hægt að velja að skrá ekki á vanskilaskrá alfarið / tímabundið. |
Bæta við greiðslusamkomulagi | Stofnar greiðsludreifingu. Sjá nánar í grein um Greiðslusamkomulög. |
Stefna | Opnar glugga þar sem hægt er að óska eftir að starfsfólk löginnheimtu stefni greiðanda og innheimti þar með kröfuna með atbeina dómstóla. |
Ýmsir flipar
Svæði | Útskýring |
---|---|
Kröfur | Birtir lista yfir kröfur á viðkomandi greiðanda. |
Greiðslusamkomulög | Greiðslusamkomulög sem hafa verið gerð við greiðanda. |
Símtöl | Símtöl milli innheimtuaðila og greiðanda sem innheimtuaðili hefur tekið upp. |
Vanskilaskrá | Upplýsingar varðandi vanskilaskráningar á greiðandann. Á aðeins við ef kröfuhafi er með samning um skráningu á vanskilaskrá. |
Greiðslur | Sýnir greiðslur frá viðkomandi greiðanda á bankakröfum, greiðslur inn á reikning innheimtuaðila eða greiðslur sem kröfuhafi bætir við. |
Skilaboð | Ef símtali er ekki svarað sendir starfsfólk innheimtuaðila sms eða tölvupóst til þess að minna á ógreiddar kröfur. |
Stefnubeiðnir | Sýnir stöðu stefnumála, stofnunardagsetningu og málsnúmer. |
Breytingasaga | Breytingar sem hafa verið gerðar á upplýsingum og stillingum vegna viðkomandi greiðanda. |
Lögbirting tilkynningar | Tilkynningar vegna viðkomandi greiðanda sem birtar eru í Lögbirtingarblaðinu. |
Viðskiptamannavakt CI | Ef viðkomandi er í vöktun, má sjá tilkynningar frá CreditInfo hér undir. Sjá nánar í grein um löginnheimtumat. |