Algengar spurningar (FAQ)

Ég móttók greiðslu framhjá kröfu, hvað þarf að gera?

Ef kröfuhafi móttekur greiðslu fram hjá kröfu þá þarf að eiga sér stað eftirfarandi:

 Verklag ef kröfuhafi móttekur greiðslu

Verklag kröfuhafa:

  1. Millifæra hluta Inkasso á reikning:  0701-26-028400

    1. Þetta á við um seðilgjald og/eða innheimtukostnað
    2. Senda tilkynningu um millifærslu á inkasso@inkasso.is
       
  2. Senda skal beiðni á inkasso@inkasso.is með eftirfarandi upplýsingum:
    1. Subject: Uppfæra kröfu - Kröfuhafi móttók greiðslu
    2. Nafn kröfuhafa
    3. Nafn greiðanda
    4. Kt. greiðanda
    5. Gjalddagi kröfu
    6. Móttekin greiðsla
    7. Dagsetning greiðslu

 

Best er að ofangreint sé framkvæmt samdægurs til þess að stöðva framvindu innheimtu.

 

Verklag Inkasso:

  1. Ganga úr skugga um að millifærsla hafi borist
  2. Uppfæra kröfu í Innheimtukerfi Inkasso (Merkja sem greidda, í samræmi við mótteknar greiðslur)

 

Með þessu móti eru kröfur í Innheimtukerfi Inkasso uppfærðar rétt sem og greiðsluskrár vegna bókhalds.

 

Hvernig handstýri ég kröfu til Inkasso?

 Velji kröfuhafi að handstýra kröfum til Inkasso þarf hann að gera það handvirkt úr sínum heimbanka. Inkasso mun aðeins innheimta þær kröfur sem kröfuhafi hafi handstýrt til Inkasso í milliinnheimtu.

Hérna eru leiðbeingar fyrir alla heimabankana

 

 Arion banki

Hægt er að framkvæma aðgerðina í gegnum heimbanka eða hafa samband við þjónustuver Arion banka (444-7000 / arionbanki@arionbanki.is) og biðja þá um að framkvæma aðgerðina.

Eftirfarandi eru leiðbeiningar um hvernig kröfuhafi framkvæmir aðgerðina í gegnum heimabanka Arion banka.

Nánari lýsingu á innheimtuþjónustu Arion banka er að finna í skjölun innheimtukerfis Arionbanka í kafla 2.7.


  1. Kröfuhafi innskráir sig inn í heimbanka Arion banka
  2. Velja 'Leita af kröfum' 
  3. Finna kröfuna sem á að handstýra til Inkasso
  4. Velja að breyta kröfunni með því að haka við kröfuna í kassa fyrir framan nafnið og velja aðgerð í glugga fyrir neðan
 Landsbankinn

Hægt er að framkvæma aðgerðina í gegnum heimbanka eða hafa samband við þjónustuver Landsbankans (410-4000 / fbl@landsbankinn.is) og biðja þá um að framkvæma aðgerðina.

Eftirfarandi eru leiðbeiningar um hvernig kröfuhafi framkvæmir aðgerðina í gegnum heimabanka Landsbankans.

 

Nánari lýsingu á innheimtuþjónustu Landsbankans er að finna í skjölun innheimtukerfis Landsbankans í kaflanum 'Senda í milliinnheimtu'

 

  1. Kröfuhafi innskráir sig inn í heimbanka Landsbankans
  2. Ógreiddar kröfur eru kallaðar fram.

  3. Hakað er við þær kröfur sem á að senda.

  4. Innheimtufyrirtæki valið úr fellilista.

  5. Smellt á „Senda í innheimtu“.

 

Sé samningur ekki fyrir hendi fara kröfurnar aldrei í milliinnheimtu þrátt fyrir að þær hafi verið sendar úr netbankanum.

Ef kröfuhafi telur að handstýringin sé ekki að virka þarf að hafa samband við þjónustuver Inkasso (520-4040 / inkasso@inkasso.is / Netspjall Inkasso ) og fá aðstoð.

 Íslandsbanki

Hægt er að framkvæma aðgerðina í gegnum heimbanka eða hafa samband við þjónustuver Íslandsbanka (440-4000 / islandsbanki@islandsbanki.is) og biðja þá um að framkvæma aðgerðina.

Eftirfarandi eru leiðbeiningar um hvernig kröfuhafi framkvæmir aðgerðina í gegnum heimabanka Íslandsbanka.

 

Nánari lýsingu á innheimtuþjónustu Íslandsbanka er að finna í skjölun innheimtukerfis Íslandsbanka.

 

  1. Kröfuhafi innskráir sig inn í heimbanka Íslandsbanka
  2. Velja Innheimta –> Yfirlit krafna 
  3. Finna kröfuna sem á að handstýra til Inkasso
  4. Velja að breyta kröfunni með því að smella á tannhjólið lengst til hægri
  5. Velja úr lista aðgerðina 'Senda í milliinnheimtu'

 

Ef kröfuhafa er ekki boðið upp á aðgerðina 'Senda í milliinnheimtu' þarf að hafa samband við þjónustuver Inkasso (520-4040 / inkasso@inkasso.is / Netspjall Inkasso ) og fá aðstoð.

 MP banki

TODO

 Sparisjóðir (Teris)

TODO

Hvernig breyti ég höfuðstól eða eindaga kröfu?

Hægt er að breyta höfuðstól og eindaga kröfu með einföldum hætti með því að opna viðkomandi kröfu og smella á 'Breyta' í hægri lista yfir aðgerðir.

 

 Breyta kröfu
  • Til að breyta eindaga á kröfu
    • þá ferðu inn á kröfuna og smellir á ‚Breyta‘ í listanum yfir aðgerðir hægra megin. Þá færðu upp glugga sem gerir þér kleyft að breyta eindaga, höfuðstól og innheimtustillingum kröfu.
    • Ef krafa er komin fram yfir eindaga og breytir eindaga kröfu þannig að eindagi er ekki liðin þá detta út dráttarvextir kröfu næsta morgun.
    • Einnig er hægt að afvirkja (og virkja tilbaka) dráttarvaxtareikning á kröfu með því að smella á aðgerðina ‚Afvirkja dráttarvexti‘. Breytingin kemur inn næsta morgun.
  • Til að breyta höfuðstól kröfu
    • Gert á sama stað, undir aðgerðinni ‚Breyta‘
    • Ef ástæða höfuðstólsbreytingarinnar er að greiðandi greiddi inn á kröfu beint til kröfurhafa þá er einnig hægt að senda skilaboð á þjónustuver Inkasso og biðja um að bæta inn hlutagreiðslu á kröfuna. Þá kemur greiðslan fram í greiðslugögnum og sem þarf þá ekki að handbóka. Sjá einnig Ég móttók greiðslu framhjá kröfu, hvað þarf að gera?

Hvernig breyti ég um lykilorð á notandanum mínum?

Til að breyta lykilorði á notanda skal fylgja eftirfarandi ferli:

 Breyta lykilorði - ferli
  1. Fara á innskráningarsíðu fyrir innheimtukerfi Inkasso --> https://secure.inkasso.is
  2. Smella á hlekkinn 'Gleymt lykilorð'
  3. Slá inn notandanafn og smella svo á 'Senda beiðni' takkann
  4. Tölvupóstur er sendur á netfangið sem er skráð á notandann
  5. Opna tölvupóstinn sem innheimtukerfið sendir og smella á hlekk í pósti
  6. Notandi velur sér nýtt lykilorð og staðfestir það með því að slá það inn tvisvar sinnum og loks smella á takkann 'Vista'
  7. Staðfesting birtist notanda um að tekist hefur að breyta um lykilorð
  8. Notandi smellir loks á hlekkinn 'Fara á innskráningarsíðu' þar sem hann getur skráð sig inn í innheimtukerfið með nýja lykilorðinu.

Hvað tekur það langan tíma að...?

 Hvað tekur það langan tíma að....

...að stofna kröfu í banka?

Það tekur 5-30 mín. að stofna kröfu í banka en það fer eftir stærð bunkans sem er sendur inn.

Hafa ber í huga að kl 21:00 hætta bankarnir að vinna úr kröfustofnunum og hefja það ekki aftur fyrr en 7:30. Það þýðir að ef krafa er stofnuð 21:01 þá er hún ekki stofnuð í banka fyrr en eftir 7:30 næsta dag. Þetta á við alla daga, s.s. einnig helgar og aðrir frídagar

...að lesa inn bunka í Inkasso kerfið?

Það tekur 5-30 mín fyrir kröfur að stofnast í Inkasso kerfinu eftir að bunki er lesinn inn en það fer eftir stærð bunka og álagi hverju sinni.

...að breyta kröfu í banka?

Það tekur 5-30 mín.

...að fella niður kröfu í banka?

Það tekur 5-30 mín.

...að afvirkja dráttarvexti?

Til er aðgerð á kröufspjaldi þar sem notandi getur afvirkjað (og virkjað aftur) dráttarvexti á kröfu. Með aðgerðinni er dráttarvaxtarreikningi hætt á kröfu og þ.a.l. falla allir dráttarvextir út.

Það tekur 5-30 mín.

... að virkja dráttarvexti?

Hægt er að virkja dráttarvexti á kröfu með aðgerð á kröfuspjaldi. Með aðgerðinni er kveikt á dráttarvaxtareikningi á kröfu. Bankinn reikningar dráttarvextina um nóttina og eru komnir inn á kröfuna næsta bankadag.

Hvenær get ég sótt greiðslur frá Inkasso?

kl 10:00 á morgnanna ættu greiðslur frá bönkunum að vera tilbúnar í Inkasso.

Hafa skal í huga:

Tímabil greiðsluskýrsla er það tímabil sem greiðsluskýrslur eru búnar til í innheimtukerfi. Staðfestar greiðsluupplýsingar um kröfur berast frá bönkum allt að 3 dögum eftir að hreyfing á bankareikningi á sér stað. Þetta þýðir að hreyfingar- og bókunardagsetning greiðslu á kröfu getur verið í greiðsluskýrslu sem er utan valins tímabils. Þetta fyrirkomulag á gerð greiðsluskýrlsa tryggir að greiðsluskýrslur fyrir valið tímabil breytist aldrei eftir á.

Engum greiðslugögnum er skilað á rauðum dögum (föstudagurinn langi, annar í páskum o.s.frv.)

Ef krafa er greidd í banka fyrir 21:00 á föstudegi þá kemur næsta mánudag í greiðslugögnum (á þriðjudegi ef mánudagur er rauður dagur).

Ef krafa er greidd í banka eftir 21:00 á föstudegi þá kemur næsta þriðjudag í greiðslugögnum (á miðvikudegi ef mánudagur er rauður dagur).