Hægt er að sjá öll mál sem hafa verið skráð fyrir kröfuhafa undir 'Vanskilaskrá Creditinfo' í vinstri valmynd.


Sé kröfuhafi ekki uppsettur fyrir vanskilaskrá Creditinfo er hægt að láta virkja þá þjónustu með því að hafa samband við kröfuhafaþjónustu Inkasso í síma, 520-4030 eða senda tölvupóst á inkasso@inkasso.is 


Þegar kröfuhafi hefur gert samning við Inkasso um skráningu á vanskilaskrá, bætir Inkasso við texta á öll innheimtubréf þar sem greiðandi er látinn vita af mögulegri skráningu: 

[Kröfuhafi] er heimilt að tilkynna um vanskil til CreditInfo Lánstrausts hf., til skráningar á ská Creditinfo yfir vanskil o.fl.Mál

Hérna er að finna öll mál sem hafa verið skráð á vanskilaskrá Creditinfo. 

Með því að smella á einstaka mál má sjá hvaða kröfur eru í málinu og sögu samskipta við Creditinfo.

Greiðendur

Í flipanum Greiðendur má finna lista yfir alla greiðendur með kröfur í vanskilum og hvenær þeim verður bætt við vanskilaskrá.

'Verður bætt við' er dagsetningin þegar greiðanda verður bætt við vanskilaskrá. 

Kröfuhafi hefur möguleikan á því að veita greiðandanum frest eða að skrá hann ekki á vanskilaskrá.

Þegar greiðandi er undanskilinn vanskilaskrá þá mun innheimtukerfið ekki setja hann á vanskilaskrá óháð kröfum.

Að setja frest á greiðanda eða undanskilja greiðanda frá vanskilaskrá hefur áhrif á allar ógreiddar kröfur greiðandans.


Kröfur

Í flipanum Kröfur má finna lista yfir allar kröfur í vanskilum og hvenær greiðanda þeirra verður bætt við vanskilaskrá.

'Verður bætt við' er dagsetningin þegar greiðanda verður bætt við vanskilaskrá. 

Kröfuhafi hefur möguleikan á að setja frest á kröfuna þannig að hún valdi því ekki að greiðandi sé settur á vanskilaskrá eða að taka kröfuna alveg út úr samskiptum við vanskilaskrá.

Að veita frest eða undanskilja kröfu hefur EKKI áhrif á aðrar ógreiddar kröfur greiðandans.


Undanskildar kröfur

Hérna er að finna allar kröfur sem hafa verið undanskildar skráningum á vanskilaskrá.

Hægt er að bæta kröfu aftur við samskipti við vanskilaskrá Creditinfo með því að smella á aðgerðina 'Taka af lista'

Undanskildir greiðendur 

Hérna er að finna alla greiðendur sem eru undanskildir skráningu á vanskilaskrá.

Hægt er að bæta greiðanda, og þ.a.l. öllum ógreiddum kröfum hans, aftur við samskipti við vanskilaskrá Creditinfo með því að smella á aðgerðina 'Taka af lista'


Ítarefni

Af heimasíðu CreditInfo:

  • Til þess að senda inn mál þurfa vanskil að hafa staðið yfir í 40 daga eða meira og fjárhæðin að nema 50.000 kr. að lágmarki hjá einstaklingum. Vanskil lögaðila er hægt að skrá án tillits til fjárhæða.
  • Áður en mál er skráð sendir CreditInfo skuldara tilkynningu um fyrirhugaða skráningu. Ef skuld er ekki greidd innan 17 daga fer málið á vanskilaskrá.