Greiðslusamkomulög

Leiðbeiningar um virkni og gerð greiðslusamkomulaga í Innheimtukerfi Inkasso


1. Um greiðslusamkomulög

 • Greiðslusamkomulag er skipting greiðslna yfir tiltekið tímabil.
 • Inkasso hefur heimild til þess að gera greiðslusamkomulag við greiðanda fyrir hönd kröfuhafa í allt að 6 mánuði í frum-, milli- og löginnheimtu (nema annað komi fram í samningi). Rýmri heimild er vegna kröfuvaktar.
 • Gjald skv. gjaldskrá bætist við kröfufjárhæðina þegar greiðslusamkomulag er sett upp.
 • Ennfremur bætist seðilgjald við hverja greiðslu. Hægt er að velja um að senda reikning (greiðsluseðil) ásamt því að stofnuð er bankakrafa.
 • Dagsetning fyrstu greiðslu er útgangspunktur varðandi næstu greiðslur þ.e. sama dag en 1 mánuði síðar, 2 mánuðum síðar osvfrv.
 • Greiðslusamkomulög taka ekki til nýrra krafna sem eiga eftir að berast greiðanda.

2. Greiðslusamkomulög sett upp

2.a Staðsetning skipunarinnar


2.b Listi af kröfum

 • Hakað er í þær kröfur sem eiga að fara í greiðslusamkomulag.
 • Því næst er smellt á Vista.
2.c Uppsetning á greiðslusamkomulagi


Forsendugluggi

SvæðiSkýring
Áminningar

Hakað við til þess að senda greiðanda áminningu ef krafan er ógreidd á gjalddaga/eindaga. Símanúmer/netfang valið úr niðurfellingarglugga.
Ef ekkert símanúmer/netfang er skráð er því bætt við með því að smella á blýantinn.

HeildarupphæðHeildarfjárhæð kröfu/krafna sem greiðslusamkomulagið nær yfir.
Fjöldi gjalddagaHvað á að greiða kröfuna í mörgum greiðslum.
Dagsetning fyrstu greiðsluEindagi á fyrstu greiðslu
Prenta reikningHakað við ef greiðandi óskar eftir að fá sendan greiðsluseðil á skráð heimilisfang sitt.
AfslættirHægt er að slá inn afslátt fyrir hvern og einn lið sem mynda heildarupphæðina.
Hámarksupphæð afsláttarKröfuhafar stjórna afslætti af höfuðstól og dráttarvöxtum. Almennt geta kröfuhafar veitt 25% afslátt af innheimtukostnaði.
SamningsgjaldKostnaður við að útbúa greiðslusamkomulag. Fer eftir gjaldskrá og reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar.


Ýtt er á Setja upp en þá birtist greiðslusamkomulagið út frá innslegnum forsendum í forsenduglugganum

Uppsetning greiðslusamkomulags


SvæðiSkýring
Dagsetning hverrar greiðslu

Greiðsla tvö er einum mánuði eftir fyrstu greiðslu, greiðsla 3 er einum mánuði eftir aðra greiðslu o.s.frv. Hér er hægt að breyta og aðlaga eftir þörf.

KostnaðurBætist við hverja greiðslu. Alltaf vegna stofnun kröfu, einnig ef hakað er við Prenta reikning þá bætist við kostnaður vegna prentunar og póstburðar.
Upphæð greiðslusamkomulagsHeildarupphæð að viðbættu samningsgjaldi og vsk en frádregnum afslætti ef við á. Inniheldur ekki kostnað við stofnun kröfu eða prentun og póstburð.
LeiðréttingarupphæðÞetta gildi á að vera núll þegar greiðslusamkomulagið er vistað. Ef átt er við greiðslufjárhæðir þá sést hve mikið vantar upp á greiðslusamkomulagið eða er umfram.


Ýtt er á Vista og þá vistast greiðslusamkomulagið og stofnast í Innheimtukerfinu3. Greiðslusamkomulög kröfuhafa

Á aðalvalmynd er skipunin Greiðslusamkomulög en undir henni má sjá öll greiðslusamkomulög sem gerð hafa verið á viðkomandi kröfuhafa.

Hægt er að fara inn í greiðslusamkomulög og hætta við þau, breyta þeim eða setja inn athugasemdir.


Starfsfólk Inkasso fær ekki tilkynningu þegar athugasemd er bætt við.4. Praktísk atriði

 • Bankakrafa vegna greiðslu í greiðslusamkomulagi stofnast í nafni innheimtuaðila 10 dögum fyrir gjalddaga (greiðsludagsetningu).
 • Þegar bankakrafa hefur verið stofnuð fyrir afborgun þá er ekki hægt að breyta upphæð viðkomandi afborgunar. Sé þess þörf þarf að fella samkomulagið niður og setja upp nýtt.
 • Ef ekki er staðið við uppsett greiðslusamkomulag (greiðsla berst ekki) þá fellur það niður 5 dögum eftir gjalddaga.
 • Ef krafa er í virku greiðslusamkomulagi þá fær krafan ákveðna merkingu og niðurfellingarskipunin og fleiri aðgerðir verða dauflitaðar, sjá hér.