Endurteknar kröfur

Tilgangur

Innheimtukerfið býður upp á að stofna kröfur með reglulegum hætti. Helsti tilgangur þessarar virkni er að gera kröfuhöfum kleyft að koma í sjálfvirkt ferli að stofna röð af kröfum. Til viðbótar er hægt að vísitölutengja upphæðina þannig að í hvert skipti sem krafa er stofnuð þá er ný upphæð reiknuð m.t.t. breytinga frá grunnvísitölu viðkomandi vísitölu.

Stofnun þjónustu

Til þess að fá aðgang að endurteknum kröfum þarf kröfuhafi að óska sérstaklega eftir þjónustunni og innheimtuaðili bætir henni þá við stillingar kröfuhafa.

 

Stofna endurtekna kröfu

SvæðiLýsing
No.Númer endurtekinnar kröfu
GreiðandiKröfur eru stofnaðar á kennitölu þessa greiðanda.
Fyrsta afborgunUpphafsdagsetning endurtekinnar kröfur. Verður gjalddagi fyrstu kröfunnar og mánaðardagur verður notaður fyrir framtíðar kröfur sem stofnast.
Lokadagur

Ef samningur tilgreinir fast tímabil þá er hægt að setja inn lokadagsetningu strax.

Einnig notað til að stoppa endurtekningu.

Fjöldi mánaða milli afborganaStýrir fjölda mánaða á milli hverrar endurtekningar. Default er 1.
Sjálfgefnir greiðsluskilmálarStýrir fjölda daga á milli gjalddaga og eindaga.
Stjórnun greiðsluskilmálaMeð því að smella á hlekkinn þá getur notandi skilgreint nýja greiðsluskilmála, s.s. fjölda daga á milli gjalddaga og eindaga.
UpphæðUpphæðin sem er endurtekin.
VísitalaEf það á að vísitölutengja endurteknu kröfuna þarf að velja vísitöluna hérna.
Grunnvísitala

Grunnvísitölugildið er sett hérna inn. Ef valið er að tengja endurtekna kröfu við vísitölu en engin grunnvísitala er gildi stofndagsins valið.

TextiSkýringartexti sem fer á reikninginn.
InnheimtustillingarÞær innheimtustillingar sem kröfur endurteknu kröfunnar stofnast á.
StaðaSegir til um stöðu endurteknu kröfunnar. Virk eða Óvirk.
Prenta og senda greiðsluseðil með pósti Haka skal við ef það á að senda greiðsluseðil með pósti
Senda greiðsluseðil með tölvupósti Haka skal við og tilgreina netfang ef senda skal greiðsluseðil á netfang

Aðgerðir

AðgerðLýsing
VistaVistar nýja endurtekna kröfur eða uppfærir núverandi endurtekna kröfu
Hætta viðFellir endurtekna kröfu niður. Engar nýjar endurteknar kröfur verða til.

Kostnaður

Innheimtuaðili tekur gjald fyrir uppsetningu á endurtekinni kröfu samkvæmt gjaldskrá nema um annað hafi verið samið.

Ef kröfuhafi sér sjálfur um að stofna endurteknar kröfur er þjónustan án kostnaðar.