Löginnheimtumat

Þegar krafa uppfyllir löginnheimtumat þá er frestur í síðasta útsenda bréfi liðinn (alla jafna er það ítrekun löginnheimtubréfs).

Krafa færist sjálfkrafa inn í löginnheimtumat í Innheimtukerfi Inkasso. 

Þegar krafa er komin í löginnheimtumat, dómstólaferli eða í kröfuvakt, er kennitala greiðanda vöktuð hjá CreditInfo og Inkasso fær tilkynningar ef staða viðkomandi breytist.


Næsta stig innheimtunnar felur í sér að greiðanda verði stefnt fyrir dómstól eða send greiðsluáskorun. Kröfuhafar geta valið um eftirfarandi aðgerðir:

Listi yfir greiðendur sem komnir eru í löginnheimtumat


Hér að neðan er nánari útskýring á hverjum flipa.

Greiðendur

Sýnir lista yfir greiðendur þar sem krafa er komin í löginnheimtumat.

Heiti dálksSkýring
GreiðandiKennitala greiðanda

Nafn

Nafn greiðanda
Í virkri innheimtuFjöldi krafna með stöðuna "virk" í innheimtukerfinu
LögveðHér sést hvort krafa á greiðandann sé lögveðskrafa
Lögveð rennur útEf krafan er lögveðskrafa reiknar kerfið hvenær lögveð rennur út og birtir dagsetninguna hér
HöfuðstóllSamanlagður höfuðstóll virkra krafna
Dagsetning mælt með málshöfðunDagsetning löginnheimtumats á elstu virku kröfu
Fjöldi í flokki 1Lýsir földa skráninga hjá CreditInfo á viðkomandi kennitölu í alvarleikaflokki 1:

Ógjaldfærni (t.d. árangurslaust fjárnám, gjaldþrot, greiðslustöðvun

Fjöldi í flokki 2Lýsir földa skráninga hjá CreditInfo á viðkomandi kennitölu í alvarleikaflokki 2: Mjög alvarleg vanskil (t.d. árituð stefna, dómur, byrjun uppboðs)
Fjöldi í flokki 3Lýsir földa skráninga hjá CreditInfo á viðkomandi kennitölu í alvarleikaflokki 3: Alvarleg vanskil (t.d. greiðsluáskorun, birting stefnu, greiðslusamkomulag í vanskilum)
Fjöldi í flokki 0Lýsir fjölda skráninga sem eru ekki í alvarleikaflokki: t.d. sviptingar, rekstrarsöguskráningar, innkallanir vegna sameiningar eða slita á félagi, skráningar frá umboðsmanni skuldara)
Dagsetning tilkynningarDagsetning nýjustu tilkynningar frá CreditInfo
TilkynningTilkynningar frá CreditInfo vegna skráninga
Látin(n) / Brottfellt félagSýnir hvort greiðandi er skráður látinn í þjóðskrá eða ef félag er skráð brottfellt í fyrirtækjaskrá
Skráð hjá CreditInfoHér sést hvort greiðandi er á vanskilaskrá hjá CreditInfo
AðgerðirListi yfir aðgerðir sem kröfuhafi getur framkvæmt. Athugið að hafa þarf samband við þjónustuver Inkasso ef það þarf að fella niður kröfu sem er komin í löginnheimtu.


Í dómstólaferli

Sýnir lista yfir mál í dómstólaferli hjá Lögum og Innheimtu

Heiti dálksSkýring
Mál nr.Málsnúmer hjá Inkasso
GreiðandiKennitala greiðanda
NafnNafn greiðanda
Fjöldi krafnaFjöldi krafna í málinu
HöfuðstóllSamanlagður höfuðstóll krafna í málinu
Staða málsStaða máls í innheimtuferlinu
StofnaðDagsetning þegar krafa var færð í dómstólaferli
SkýringÁstæða þess að krafa var færð í dómstólaferli
Dagsetning atburðarDagsetning síðustu uppfærslu á stöðu málsins
Staða kröfu í IL+Staða dómsmáls
Síðasti atburðurNánari lýsing á síðasta atburði


Kröfuvakt

Heiti dálksSkýring
Mál nr.Málsnúmer hjá Inkasso
GreiðandiKennitala greiðanda
NafnNafn greiðanda
StofnaðDagsetning þegar krafan fékk stöðuna kröfuvakt
SkýringÁstæða kröfuvaktarAðgerðir

Stefna

Kröfuhafi óskar eftir því að greiðanda verði stefnt fyrir dómstól til innheimtu tiltekinna krafna. Útbúin er stefna og hún birt greiðanda. Athygli er vakin á því að ef greiðandi mótmælir kröfunni og grípur til varna þarf kröfuhafi að standa straum af kostnaði jafnóðum og til hans er stofnað.

Kröfuvakt

Kröfuhafi óskar eftir því að krafan verði sett í Kröfuvakt Inkasso. Þjónustan viðheldur kröfu umfram líftíma bankakröfu með ítrekunum. Fylgst er með hvort hagir greiðandans vænkist, ef það gerist þá er brugðist við með frekari innheimtuaðgerðum. Almennur fyrningarfrestur kröfuréttinda er fjögur ár.

Fresta afstöðu

Ekkert verður aðhafst frekar vegna kröfunnar að svo stöddu og ákvörðun um framhald innheimtu slegið á frest í tiltekinn tíma sem kröfuhafi ákveður. Kröfuhafi verður beðinn um að taka aftur afstöðu til málsins að frestinum loknum.

Fella niður

Kröfuhafi óskar eftir því að frekari innheimtu verði hætt og krafan felld niður í Innheimtukerfi Inkasso. Ef krafan er komin í löginnheimtu þarf að hafa samband við þjónustuver til að framkvæma þessa aðgerð.

 

 

Stefnubeiðnir

Þegar tekin er afstaða til þess hvort tilteknum greiðanda skuli stefnt, viljum við benda á að ólíklegt er að frekari innheimta gagnvart greiðanda, sem hefur verið merktur af Creditinfo með árangurslaust fjárnám eða gjaldþrot, beri árangur. Þá ber að hafa það í huga að kostnaður vegna frekari aðgerða er hlutfallslega hár ef samtala krafna hvers greiðanda er lægri en kr. 50.000. Það er því óvíst að frekari aðgerðir með dómstólameðferð svari kostnaði.