Bæta við greiðslu

Í aðgerðalistanum á Kröfuspjaldinu er hægt að bæta hlutagreiðslu eða fullnaðargreiðslu við kröfuna.

Við staðfestingu á aðgerð þá uppfærist staða kröfunnar í Greidd og undirliggjandi bankakrafan er felld niður.

Með þessu móti eru kröfur í Innheimtukerfi Inkasso uppfærðar rétt sem og greiðsluskrár vegna bókhalds.

 

 

  1. Notandi hakar við annað hvort fullnaðar- eða hlutagreiðslu
  2. "Upphæð" birtir sjálfkrafa heildareftirstöðvar kröfunnar.
    Ef upphæð greiðslu er slegin inn í þennan reit, ráðstafast hún fyrst inn á innheimtukostnað.
    Ef greiðsla er sundurliðuð handvirkt í reitina fyrir neðan þá sýnir þessi reitur heildarupphæð greiðslu.
  3. "Dagsetning greiðslu" - núverandi dagsetning kemur sjálfkrafa upp.
    Til þess að breyta er smellt inn í gluggan og greiðsludagur valinn úr dagatalinu.
  4. Sundurliðun greiðslu
    Ef hakað er við reitinn kemur sjálfkrafa inn heildarupphæð liðs
    Ef önnur upphæð en heildarupphæð viðkomandi liðs er slegin inn í reitinn þá fer hakið af.
  5. Aðgerð lokið með því að ýta á "Vista".