Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 3 Next »

Greiðandaspjald hefur að geyma upplýsingar og aðgerðir sem snúa að tilteknum greiðanda.

Greiðandaspjaldinu er skipt upp í fimm svæði og í neðri hluta þess er að finna flipa með ýmsum tengdum upplýsingum.

Greiðandi

Upplýsingar um greiðanda eins og þær koma fram í þjóðskrá. 

Upplýsingar frá kröfuhafa

Heimilisfang og upplýsingar sem kröfuhafi eða innheimtuaðili hefur slegið inn. Reikningur er sendur á þetta heimilisfang.

Tölfræði

SvæðiÚtskýring
Eftirstöðvar höfuðstólsSamtala höfuðstóls allra ógreiddra krafna á viðkomandi greiðanda.
Eftirstöðvar kostnaðarSýnir eftirstöðvar kostnaðar vegna kröfustofnunar og prentunar ef innheimtuaðili stofnar kröfur fyrir kröfuhafa (annar kostnaður).

Eftirstöðvar vanskilakostnaðar

Sýnir eftirstöðvar innheimtukostnaðar vegna milli- og löginnheimtu.
Eftirstöðvar samtalsHeildareftirstöðvar af öllum ógreiddum kröfum.
Meðal vinnsludagarMeðtal þess tíma sem tekur að ljúka máli hjá Inkasso fyrir viðkomandi greiðanda. Innan sviga er meðaltal allra greiðanda hjá viðkomandi kröfuhafa.
ÁrangurshlutfallHlutfall þeirra krafna sem eru greiddar hjá viðkomandi greiðanda. Innan sviga er meðaltal allra greiðenda hjá viðkomandi kröfuhafa

 

Stillingar

SvæðiÚtskýring
Ekki skrá á vanskilaskrá (alfarið / tímabundið)

Sýnir stillingu vegna vanskilaskrár ef kröfuhafi hefur gert breytingu á skráningu.
Á aðeins við ef kröfuhafi er með samning um skráningu á vanskilaskrá.

Innheimtu stillingarInnheimtustilling fyrir viðkomandi greiðanda.
GreiðsluskilmálarSjálfgefinn dagafjöldi milli gjalddaga og eindaga þegar ný krafa er stofnuð.

 

Aðgerðir

SvæðiÚtskýring
BreytaBýður upp á að breyta heimilisfangi greiðanda, innheimtustillingu (ef kröfuhafi er með samning um fleiri en eina) og greiðsluskilmálum.
Breyta vanskilaskrá

Hægt að velja að skrá ekki á vanskilaskrá alfarið / tímabundið.
Á aðeins við ef kröfuhafi er með samning um skráningu á vanskilaskrá.

Bæta við greiðslusamkomulagiStofnar greiðsludreifingu. Sjá nánar í grein um Greiðslusamkomulög.
Bæta við athugasemdBætir við athugasemd á greiðandaspjaldið. Ath. að starfsfólk innheimtuaðila fær ekki tilkynningu við þessa aðgerð.
StefnaOpnar glugga þar sem hægt er að óska eftir að starfsfólk löginnheimtu stefni greiðanda og innheimti þar með kröfuna með atbeina dómstóla.

 

Ýmsir flipar

SvæðiÚtskýring
KröfurBirtir lista yfir kröfur á viðkomandi greiðanda.
GreiðslusamkomulögGreiðslusamkomulög sem hafa verið gerð við greiðanda.
SímtölSímtöl milli innheimtuaðila og greiðanda sem innheimtuaðili hefur tekið upp. Sjá nánar í grein um símtalsupptökur.
AthugasemdirAthugasemdir frá innheimtuaðila birtast hér. Sjá grein um athugasemdir.
CreditInfo málUpplýsingar varðandi vanskilaskrá. Á aðeins við ef kröfuhafi er með samning um skráningu á vanskilaskrá.
Greiðslur

Sýnir greiðslur frá viðkomandi greiðanda á bankakröfum, greiðslur inn á reikning innheimtuaðila eða greiðslur sem kröfuhafi bætir við. 

Skilaboð

Ef símtali er ekki svarað sendir starfsfólk innheimtuaðila sms eða tölvupóst til þess að minna á ógreiddar kröfur.
Skilaboðin birtast hér undir.

StefnubeiðnirSýnir stöðu stefnumála, stofnunardagsetningu og málsnúmer.
BreytingasagaBreytingar sem hafa verið gerðar á upplýsingum og stillingum vegna viðkomandi greiðanda.
  • No labels