Reikningur

Bæta við nýjum reikningi

 

Á aðalvalmynd er að finna reikningaform til þess að útbúa reikninga og stofna kröfur á greiðanda.

 

Til þess að bæta við nýjum reikningi/kröfu er smellt á hnappinn neðst á síðunni og kennitala greiðanda slegin inn í reitinn. Því næst er smellt á reitinn hægra megin við kennitöluna til þess að halda áfram í reikningaformið:

 

 

Reikningaform

Smelltu á myndina til þess að stækka hana

SvæðiÚtskýring
HeimilisfangFyllist út sjálfkrafa samkvæmt upplýsingum úr þjóðskrá eða á greiðendaspjaldi.
Auðkenni staðsetningarKostnaðarstaður greiðanda, sé óskað eftir því að hann komi fram. Sveitafélög og stærri fyrirtæki gera kröfu um að auðkenni staðsetningar komi fram á reikningnum. Sbr. kostnaðarstaðir Reykjavíkurborgar, GLN kt. er þá sett inn hér.
BókunarupplýsingarBókunarupplýsingar sem þurfa að fylgja reikningnum, sbr. verknúmer eða númer beiðni.
Dagsetning reikningsÚtgáfudagur reiknings.
GjalddagiDagsetning sem reikningur er stílaður á. Æskileg greiðsludagsetning.
EindagiSíðasti dagur sem hægt er að greiða án þess að við bætist dráttarvextir og/eða innheimtukostnaður.
Prenta og senda reikning með póstiSenda reikning með Póstinum og stofna kröfu í heimabanka. Haka þarf í boxið svo reikningur sendist.
Senda reikning með tölvupósti

Senda reikning með tölvupósti og stofna kröfu í heimabanka. Haka þarf í boxið og slá inn tölvupóstfang svo reikningur sendist. Sjá dæmi um tölvupóst sem sendist.

TextiStutt skýring á reikningnum. Kemur fram á prentuðum reikningi og í Texti2 á kröfuspjaldinu.
Lína nr.Hægt að bæta við fleiri línum með hnappinum "Bæta við nýrri línu" til að sundurliða reikninginn.
Heiti vöruLýsing á vöru eða þjónustu.
MagnFjöldi eininga.
Ein. VerðEiningaverð án vsk. Ef verðið er ekki heil tala skal nota kommu (t.d. 1,5).
EiningEf eining er ekki heil tala skal nota kommu (t.d. 1,5).Sjálfgefin eining er stk.

VSK (%)

Ef reikningur er án virðisauka er 0 slegið inn hér. Ef VSK á að koma fram á reikningi er slegin inn heil tala, t.d. 24,00 fyrir 24%.
VöruverðHeildarverð vöru. (Magn x einingaverð).
Bæta við nýrri línuNýrri línu bætt við til þess að sundurliða reikninginn.
Auka upplýsingarNánari upplýsingar um reikninginn.

Senda reikning

Krafa stofnuð og reikningur sendur í samræmi við það sem hakað var við á reikningaforminu. 

Kröfustofnun

 Ef hvorki er hakað við "Prenta og senda reikning með pósti" né "Senda reikning með tölvupósti" stofnast einungis krafa í heimabanka

Vista

Reikningur geymdur með þeim upplýsingum sem er búið að slá inn. Bankakrafa og reikningur stofnast ekki.

Hægt að nálgast upplýsingarnar aftur og halda áfram með stofnunina með því að velja reikninginn úr lista.

Hætta við

Hætt við stofnun reiknings.