Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 11 Next »

Efnisyfirlit

Undirsíður

 

Almennt um skuldabréfakerfið

Skuldabréfakerfið er aðgengilegt úr vinstri valstiku hjá öllum fyrirtækjum sem hafa skráð sig fyrir þjónustunni.
Með því að smella á Skuldabréf fæst upp listi yfir öll skuldabréf kröfuhafans ásamt ýmsum upplýsingum um þau sem hægt er að þysja eftir.

Aðeins þeir notendur sem eru með bondsadmin hlutverkið geta stofnað ný skuldabréf. Venjulegir notendur geta skoðað skuldabréfin.



Grunnupplýsingar

Svæði

Lýsing

Ath

Lántakandi

Kennitala aðalgreiðanda skuldabréfs.
Ef lántakendur eru fleiri en einn á skuldabréfi skal lista aðra lántakendur undir Málsaðilar

 

Höfuðstóll

Höfuðstóll skuldabréfs. Þessi upphæð verður innheimt af skuldabréfakerfinu.

 

Flokkur

Velja verður flokk fyrir öll skuldabréf. Með flokknum koma sjálfgefin gildi fyrir bréfið og sumum má breyta.

 

Fjöldi vaxtaafborgana eingöngu

Ef aðeins á að greiða vexti af skuldabréfi í ákveðinn tíma skal tilgreina fjöldi slíkra afborgana hérna.

 

Fjöldi afborgana

Skuldabréf skal endurgreitt með þessum fjölda afborgana

 

Fjöldi mánaða á milli afborgana

Sjálfgefið er 1 mánuður á milli afborgana. Hægt er að hafa hvaða gildi sem er.
T.d. ef skuldabréf hefur 4 afborganir á ári skal setja gildið 3 hérna.

 

Rollup tímabil

Default gildi er 12. Það þýðir samt ekki að rollup sé reiknað á skuldabréfið heldur er það ákveðið af flokknum.
Ef flokkur skuldabréfs er með Rollup skilgreint þá er þetta gildi notað til að ákveða á hve margra mánaða fresti rollup vöxtum er bætt við höfuðstól.

 

Vísitala

Verðtryggt eða ekki. Ef skuldabréf á að fylgja tiltekinni vísitölu skal velja hana hérna.
Sjálfgefið gildi kemur frá flokk. Hægt er að breyta fyrir einstök skuldabréf.

 

Grunnvísitala

Ef skuldabréf fylgir vísitölu skal gefa upp grunnvísitölu skuldabréfs hérna. Ef skuldabréf er verðtryggt en ekkert gildi hér sett þá sækir kerfið gildið fyrir útgáfudag bréfsins.

 

Vaxtadagur

Hvenær vextir reikningast frá.

 

Útgáfudagur

Hvenær skuldabréf var gefið út.

 

Fyrsta afborgun

Hvenær fyrsta afborgun á að eiga sér stað. Hægt er að hafa dagsetningu aftur í tímann en þá mun kerfið stofna liðna gjalddaga eins og það á við.

 

Tilvísun

Frjálst textasvæði til að setja inn tilvísun á skuldabréfið t.d. úr öðru kerfi.

 

Senda greiðsluseðil með pósti

Sjálfgefið er að lántakandi fær ekki sendan greiðsluseðil í pósti en með því að haka hér við þá er greiðsluseðill prentaður og sendur í pósti á kostnað lántakanda.
Lántakandi fær alltaf rafrænt skjal í heimabanka

 

 

Ýtarlegt

Svæði

Lýsing

Ath

Hámarks afborgun höfðstóls

Hægt er að skilgreina fasta hámarksafborgun á höfuðstól með því að setja gildi í þetta svæði.  

 

 

Kostnaður og stillingar

Svæði

Lýsing

Ath

Greiðslufyrirkomulag

 

 

Stimpilgjald

Valkvætt. Sjálfgefið gjald sem fylgir flokknum.
Hægt að breyta þegar skuldabréf er stofnað.

Hefur ekki áhrif á skuldabréfið

Þinglýsingargjald

Valkvætt. Sjálfgefið gjald sem fylgir flokknum.
Hægt að breyta þegar skuldabréf er stofnað.

Hefur ekki áhrif á skuldabréfið

Lánayfirlit

Valkvætt. Sjálfgefið gjald sem fylgir flokknum.
Hægt að breyta þegar skuldabréf er stofnað.

Hefur ekki áhrif á skuldabréfið

Útbúið skuldabréf

Valkvætt. Sjálfgefið gjald sem fylgir flokknum.
Hægt að breyta þegar skuldabréf er stofnað.

Hefur ekki áhrif á skuldabréfið

Uppgreiðslugjald (%)

Ef það er uppgreiðslugjald á flokknum þá skal setja gildi í prósentum hérna.
Hefur áhrif á þegar aukagreiðslu er bætt inn á skuldabréf
Hægt að breyta þegar skuldabréf er stofnað.

EKKI ÚTFÆRT

Gjald fyrir veðbókarvottorð

Valkvætt. Sjálfgefið gjald sem fylgir flokknum.
Hægt að breyta þegar skuldabréf er stofnað.

Hefur ekki áhrif á skuldabréfið

Innheimtustillingar

Sjálfgefnar innheimtustillingar flokks.
Hægt að breyta þegar skuldabréf er stofnað.

 

Lántökugjald (%)

Valkvætt. Sjálfgefið gjald sem fylgir flokknum.
Hægt að breyta þegar skuldabréf er stofnað.

Hefur ekki áhrif á skuldabréfið

Auðkenni í banka

Sjálfgefið auðkenni flokks.
Hægt að breyta þegar skuldabréf er stofnað.

 

Fastir vextir í (afborganir)

Ef skuldabréf hefur fasta vexti yfir allt tímabilið þarf ekki að fylla út gildi. Ef það á að endurreikna vexti skuldabréfs á ákveðnu millibili þarf að tilgreina fjölda afborgana á milli þess að nýtt vaxtagildi er sótt úr undirliggjandi flokki og þ.a.l. vaxtatöflu.

 

Rollup fastir vextir í (mánuðir)

Ef flokkur skuldabréfs er með skilgreint rollup þá er hægt að festa vaxtaprósentu þess í ákveðin fjölda mánaða líkt og hægt er að gera fyrir vexti skuldabréfisins

 

 

Málsaðilar

Svæði

Lýsing

Ath

Málsaðili

Kennitala málsaðila

 

Aðkoma

Aðili getur verið lántakandi, greiðandi eða ábyrgðarmaður. 

Sé greiðandi ekki sérstaklega tilgreindur þá er greiðandi skuldabréfs lántakandi þess.

Hægt er að breyta um greiðanda skuldabréfs á hvaða stigi sem er en breytingin hefur aðeins óhrif á óstofnaðar afborganir.

Hlutdeild

Til upplýsingar er hægt að tilgreina hlutdeild hver og eins aðila (0%-100%)

Hefur ekki áhrif á skuldabréfa kerfið

 

Viðhengi

Hægt er að setja afrit af skuldabréfi eða önnur fylgiskjöl inn á skuldabréf. 
 

Aðgerðir

Nýtt skuldabréf

Til að stofna nýtt skuldabréf þá skal byrja á því að smella á takkann 'Nýtt skuldabréf' fyrir ofan listann af skuldabréfum kröfuhafa.
Opnast þá form til að fylla inn upplýsingar um skuldabréfið.
Að lágmarki þá þarf að fara í gegnum eftirfarandi skref

  1. Setja inn kennitölu lántakanda
  2. Höfuðstóll skuldabréfs
  3. Velja flokkinn sem skuldabréfið á að tilheyra
  4. Setja inn fjölda afborgana
  5. Ef flokkur er verðtryggður þá þarf að setja inn grunnvísitölu. Ef ekkert gildi er tilgreint þá er tekið vísitölugildi miðað við útgáfudag.
  6. Setja inn stýridagsetningarnar, vaxtadag, útgáfudag og fyrsta afborgun.
  7. Smella á Vista --> Skuldabréf stofnað í stöðunni Drög.

Annað fyllist sjálfkrafa út byggt á sjálfgefnum gildum sem tilheyrir flokknum sem var valinn.
 
 

Aðgerðir á skuldabréfi

Gefa út 

Skuldabréf fært í stöðuna Útgefið og stofnun gjalddaga hefst.

Breyta 

Hægt er að breyta skuldabréfi þangað til að það er gefið út

Fella niður

Hægt er að fella niður skuldabréf í stöðunni Drög og Útgefið.
Sé skuldabréf í stöðunni Útgefið þá eru allir ógreiddir gjalddagar bréfsins felldir niður samhliða niðurfellingu bréfsins.

Sækja yfirlit

Hægt er að sækja PDF yfirlit skuldabréfs sem inniheldur greiðsluáætlun miðað við þekkt gildi.

Bæta við greiðslu

Ef greiðandi hefur afhent greiðslu sem á að ganga upp í höfiðstól láns þá er það gert með því að bæta við greiðslu. Kerfið gerir ráð fyrir að greiðslan barst kröfuhafa og því eru engir fjármunir færðir til kröfuhafa við aðgerð.
Greiðslan ráðstafast fyrst upp í vexti og svo höfuðstól miðað við dagsetningu greiðslu.

Breyta fresti

Hægt er að setja frest á skuldabréf. Ef skuldabréf hefur ógreidda gjalddaga þá er settur sami frestur á þá líka.
Ef frestur er tekinn af skuldabréfi er frestur tekinn af gjalddögum líka ef fresturinn er sá sami og var á skuldabréfinu.
Ef fresti á skuldabréfi er breytt þá breyist frestur á gjalddögunum til samræmis ef fresturinn á gjaldögunum er sá sami og á skuldabréfinu eða að nýi fresturinn er lengri en sá sem er á gjalddaganum fyrir.

Aðrar aðgerðir

Fella niður gjaldadaga

Hægt er að fella niður einstakann gjalddaga með því að fella niður undirliggjandi kröfu.
TODO

Merkja gjalddaga sem greiddan

Hægt er að merkja gjalddaga sem greiddan ef greiðandi t.d. greiðir með reiðufé eða leggur beint inn á bankareikning kröfuhafa. Þjónustuver Inkasso séu um að framkvæma aðgerð að beiðni kröfuhafa.

Setja gjalddaga í greiðsluplan

Hægt er að setja ógreidda gjalddaga í greiðsluplan og dreifa greiðslum yfir tímabil.
TODO

Fresta gjalddaga

Hægt er að fresta einstaka gjalddaga með því að setja á hann frest. Dráttarvextir reiknast en engin innheimta er stunduð á meðan frestur stendur.
TODO
 

Flokkar

Skuldabréfavörur kröfuhafa eru skilgreindar sem flokkar. 
Ef fyrirtæki ætlar að veita verðtryggt lán á föstum 7% vöxtum þá stofnar hann flokk og gefur honum lýsandi nafn sem augljóst er fyrir notandann hvaða vöru hann sé að velja.
Tengja þarf flokkinn við vaxtatöflu sem og að gefa upp önnur gildi sem verða notuð þegar nýtt skuldabréf er stofnað í þeim flokki
 

Svæði

Lýsing

Ath

Nafn

Lýsandi heiti á flokknum/vörunni.
Þegar nýtt skuldabréf er búið til þarf að velja hvaða flokk skuldabréfið á að tilheyra. Mikilvægt er að nafnið á flokknum sé lýsandi svo það fari ekki á milli mála hvaða flokk notandi eigi að velja.

 

Vaxtatafla

Hver flokkur tengist einni vaxtatöflu. Öll skuldabréf sem eru stofnuð á viðkomandi flokk munu fá valda vaxtatöflu valda sem sjáfgefna.
EKKI er hægt að breyta þegar skuldabréf er stofnað. Fylgir flokkum.

 

Sjálfgefnir greiðsluskilmálar

Hver flokkur skilgreinir sjálfgefna greiðsluskilamála. Greiðsluskilmálar skilgreina fjölda daga milli gjalddaga og eindaga afborgunar.
Stjórnun greiðsluskilmála --> þar er hægt að skilgreina fleiri greiðsluskilmála
EKKI er hægt að breyta þegar skuldabréf er stofnað. Fylgir flokkum.

 

Vaxtaálag (%)

Sjálfgefið vaxtaálag í prósentum fyrir viðkomandi flokk. Álagið leggst ofan á vexti í undirliggjandi vaxtatöflu.
EKKI er hægt að breyta þegar skuldabréf er stofnað. Fylgir flokkum.

 

Rollup vaxtatafla

Með því að velja rollup vaxtatöflu þá verða öll skuldabréf sem eru stofnuð í flokknum með rollup reiknireglu.
Velja þarf rollup vaxtatöflu með sama hætti og gert er fyrir hefðbundna vexti.

 

Rollup vaxtaálag (%)

Hægt er að skilgreina rollup vaxtaálag á Rollup vaxtatöfluna með sama hætti og er gert fyrir hefðbundna vexti

 

Rollup fastir vextir í (mánuðir)

Hægt er að tilgreina sjálfgefið gildi fyrir flokkinn ef skuldabréf eiga að vera á föstum rollup vöxtum í ákveðið tímabil.

 

Fastir vextir í (mánuðir)

Valkvætt. Ef flokkurinn á að bjóða fasta vexti í ákveðin tíma þá skal slá inn mánaðarfjölda sem fastir vextir eiga að gilda frá. Við stofnun skuldabréfs þá eru vextir festir á þeirri prósentu sem er gildandi skv. vaxtatöflu flokks (nema annað gildi sé slegið inn) í þann fjölda mánaða sem skilgreint er hér.
Að þessum tíma loknum þá tekur við undirliggjandi vaxtatafla og sú vaxtaprósenta sem er þá gildandi.
Hægt að breyta þegar skuldabréf er stofnað.

 

Vísitala

Ef flokkurinn á að vera verðtryggður þá skal velja sjálfgefnu vísitöluna sem flokkurinn á að fylgja.
Hægt að breyta þegar skuldabréf er stofnað.

 

Stimpilgjald

Valkvætt. Sjálfgefið gjald sem fylgir flokknum.
Hægt að breyta þegar skuldabréf er stofnað.

Hefur ekki áhrif á skuldabréfið

Þinglýsingargjald

Valkvætt. Sjálfgefið gjald sem fylgir flokknum.
Hægt að breyta þegar skuldabréf er stofnað.

Hefur ekki áhrif á skuldabréfið

Lánayfirlit

Valkvætt. Sjálfgefið gjald sem fylgir flokknum.
Hægt að breyta þegar skuldabréf er stofnað.

Hefur ekki áhrif á skuldabréfið

Útbúið skuldabréf

Valkvætt. Sjálfgefið gjald sem fylgir flokknum.
Hægt að breyta þegar skuldabréf er stofnað.

Hefur ekki áhrif á skuldabréfið

Uppgreiðslugjald (%)

Ef það er uppgreiðslugjald á flokknum þá skal setja gildi í prósentum hérna.
Hefur áhrif á þegar aukagreiðslu er bætt inn á skuldabréf
Hægt að breyta þegar skuldabréf er stofnað.

EKKI ÚTFÆRT

Gjald fyrir veðbókarvottorð

Valkvætt. Sjálfgefið gjald sem fylgir flokknum.
Hægt að breyta þegar skuldabréf er stofnað.

Hefur ekki áhrif á skuldabréfið

Innheimtustillingar

Sjálfgefnar innheimtustillingar flokks.
Hægt að breyta þegar skuldabréf er stofnað.

 

Lántökugjald (%)

Valkvætt. Sjálfgefið gjald sem fylgir flokknum.
Hægt að breyta þegar skuldabréf er stofnað.

Hefur ekki áhrif á skuldabréfið

Auðkenni í banka

Sjálfgefið bankaauðkenni sem gjalddagar verða stofnaðir á.
Hægt að breyta þegar skuldabréf er stofnað.

 

Greiðslufyrirkomulag

Sjálfgefið gildi fyrir flokkinn. Hægt að velja um Jafnar afborganir (Amortization) eða Jafnar greiðslur (Annuity).
Hægt að breyta þegar skuldabréf er stofnað.

 

Fastir vextir

Ef flokkurinn er fyrir skuldabréf á föstum vöxtum þá þarf að haka við hérna.
Undirliggjandi vaxtatafla skilgreinir þá hvaða vaxtaprósenta kemur á skuldabréfið. Þannig er hægt að skilgreina flokk sem fylgir breytlegri vaxtatöflu (t.d. stýrivöxtum SÍ) en skuldabréfin sem eru stofnuð í flokknum verða með fastri vaxtaprósentu byggt á útgáfudegi skuldabréfsins

 

Rollup fastir vextir

 

 

Bókhaldslykill

Gildi notað í greiðsluskrá fyrir greiðslur á skuldabréfum sem tilheyra viðkomandi flokk.

 


Vaxtatöflur

Vaxtatöflur skilgreina vexti yfir tímabili hvort sem um fasta eða breytilega vexti sé að ræða þá þarf að vera til vaxtatafla.
Vaxtaálag
Vaxtaálagi er bætt við flokkinn en ekki vaxtatöflu.

Fastir vextir

Ef fyrirtæki ætlar að veita vertryggt lán á föstum 7% vöxtum þá stofnar hann vaxtatöflu með einni vaxtaprósentu sem gildir frá þeim tíma sem slík lán eru veitt. 

Breytilegir vextir

Vaxtatöflur fyrir breytilega vexti þarf að uppfæra reglulega til samræmis við breytingar hjá þeim aðila sem fylgja skal.
Algengt er að fylgja ákvörðunum SÍ um Almennir vextir af peningakröfum hvort sem um óverðtryggð eða verðtryggð lán sé að ræða. Meira um það --> {+}http://www.sedlabanki.is/annad-efni/vextir-sedlabankans-og-adrir-vextir/+
SÍ er að vinna að því að koma vaxtabreytingum í XML þjónustu ({+}http://www.sedlabanki.is/hagtolur/xml-gogn/+). Það verður innleitt hjá Inkasso þegar það er tilbúið. Þangað til þarf að uppfæra þær vaxtatöflur handvirkt.
 

Uppsetning fyrirtækis/kröfuhafa

Til að kröfuhafi fái aðgang að skuldabréfakerfinu þá þarf að bæta þjónustunni sérstaklega við fyrirtækið.
Þá fær fyrirtækið aðgang að skuldabréfakerfinu í gegnum vinstri valstiku. 

Notendur

Allir sem hafa aðgang að fyrirtækinu hafa eingöngu lesaðgang að skuldabréfum .
Þeir notendur sem sýsla með skuldabréf þurfa að hafa á sér sérstök réttindi. Þeir sjá og geta sýsla með Flokka og Vaxtatöflur en aðrir ekki.
 

  • No labels